Stefán Már Stefánsson og Ólafur Már Sigurðsson, kylfingar úr GR, voru 10 höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn eftir annan hring á undirbúningsmóti, Real De Faula Classic, á Pro Esprit-mótaröðinni á Spáni í dag. Þeir voru báðir á 17 höggum yfir pari eftir tvo keppnisdaga. Stefán lék á 78 höggum í dag og Ólafur á 80 höggum. Franskur kylfingur, Robin Swane, er með tveggja högga forskot á samtals 8 höggum undir pari.
Ólafur Már fékk 2 fugla á hringnum í dag, var með 9 pör, 5 skolla og 2 skramba. Stefán Már nældi sér í einn fugl, var með 10 pör og 7 skolla. Þátttöku þeirra er þar með lokið í þessu móti, en í næstu viku keppa þeir í Valencia og er það fyrsta mótið á EPD-mótaröðinni og fer það fram á Olivanova-vellinum 15.-17. febrúa