Annika Sörenstam var í dag kjörin íþróttakona ársins 2005 í Svíþjóð. Að kjörinu stóðu Íþróttasamband Svíþjóðar og dagblaðið Aftonbladet. Þetta er í annað sinn sem hún hlýtur þennan heiður, en í fyrra skiptið var það fyrir 10 árum, 1995. Hún er jafnframt fimmta konan til að fá þessa viðurkenningu tvisvar sinnum síðan fyrsta kjörið fór fram 1950.
Annika átti frábært ár í golfinu, vann 11 af 21 móti sem hún tók þátt í, þar af 10 á bandarísku LPGA-mótaröðinni. Hún var kjörin kylfingur ársins á LPGA-mótaröðinni fimmta árið í röð og þá var hún kjörin íþróttakona ársins í heiminum af fréttastofunni AP.
Þær sem holtið hafa nafnbótina íþróttkona ársins í Svíþjóð frá 1990 eru:
1990 Monica Westén, frjálsíþróttir
1991 Pernilla Wiberg, skíði
1992 Pernilla Wiberg, skíði
1993 Marita Skogum, þríþraut
1994 Marie Svensson, borðtennis
1995 Annika Sörenstam, golf
1996 Ludmila Engquist, frjálsíþróttir
1997 Magdalena Forsberg, skíðaskotfimi
1998 Malin Ewerlöf, frjálsíþróttir
1999 Johanna Sjöberg, sund
2000 Therese Alshammar, sund
2001 Magdalena Forsberg, skíðaskotfimi
2002 Kajsa Bergqvist, frjálsíþróttir
2003 Carolina Klüft, frjálsíþróttir
2004 Anja Pärson, skíði
2005 Annika Sörenstam, golf