Tim Clark lék fyrsta hringinn á Opna Suður-Ameríkumótinu á 68 höggum, eða 5 höggum undir pari. Hann fékk örn á lokaholunni, sem er 502 metra löng par-5 hola. Clark, sem á titil að verja í mótinu, fékk auk þess einn skolla, 12 pör, 4 fugla og er í efsta sæti sem stendur. Mótið er hluti af evrópsku mótaröðinni.
Svíinn Henrik Nyström er í öðru sæti á 69 höggum, fékk 6 fugla á hringum og 2 skolla. Ross Fischer frá Englandi var einnig að leika vel og var á 4 höggum undir pari eftir 12 holur og hafði ekki lokið leik þegar þetta er skrifað.
Retief Goosen lék á 73 höggum, sem er par vallarins. Ernie Els átti frekar köflóttan hring, fékk örn, einn fugl, fjóra skolla og einn tvöfaldan skolla. Hann lék hringinn á 76 höggum, eða 3 höggum yfir pari.
Opna Suður-Afríku mótið fór fyrst fram 1893 og er næst elsta golfmót í heimi, næst á eftir Opna breska meistaramótinu. Gary Palyer hefur sigrað oftast á mótinu, eða 13 sinnum alls, í fyrsta sinn árið 1956 og í síðasta sinn árið 1981.
Aðeins sex erlendir kylfingar hafa sigrað í mótinu. Þeir eru: Tommy Horton (Englandi) vann 1970, Bob Charles 1973, Bandaríkjamennirnir Charlie Bollingand og Fred Wadsworth unnu 1983 og 1989. Vijay Singh (Fijieyjum) vann 1997 og Svíinn Mathias Grönberg vann árið 2000.