Robert Allenby sem sigraði á Opna ástralska mótinu sem lauk á Moonah-vellinum í Melborne um helgina, hækkaði sig um 23 sæti á heimslistanum sem birtur var í morgun. Hann er nú í 60. sæti listans. Tiger Woods er sem fyrr í efsta sæti, með 17,82 stig og Vijay Singh í öðru sæti með 10,41 stig. Paul Casey vann Opna kínverska mótið, sem var hluti af evrópsku mótaröðinni fór upp um 12 sæti og er nú í 49. sæti.
Tiger Woods hefur nú verið samtals 368 vikur í efsta sæti listans og er það met í 19 ára sögu listans. Þeir sem hafa vermt efsta sæti listans fyrir utan Tiger eru: Bernhard Langer (3 vikur), Seve Ballesteros (61 viku), Greg Norman (331 viku), Nick Faldo (97 vikur), Ian Woosnam (50 vikur), Fred Couples (16 vikur), Nick Price (44 vikur), Tom Lehman (1 viku), Ernie Els (9 vikur), David Duval (15 vikur) og Vijay Singh (32 vikur).