Ellen Smets frá Belgíu og Sarah Kemp frá Ástralíu uðru efstar og jafnar á úrökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna sem lauk í Costa del Sol á Spáni í dag. Þær léku hringina fjóra á samtals 4 höggum undir pari. Sofia Renell frá Svíþjóð og Anna Rawson frá Ástralíu deildu þriðja stæti á 3 höggum undir pari. Aðeins sjö keppendur léku hringina fjóra á pari eða betra skori.
Ólöf María Jónsdóttir úr GK og Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR tóku þátt í úrtökumótinu á Spáni. Ólöf komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir þriðja hring, munaði fimm höggum, en Ragnhildur fell úr leik í forkeppninni og vantaði 10 högg upp á að komast áfram.
36 efstu stúlkurnar tryggðu sér fullan þátttökurétt á evrópsku mótaröðinni á næsta ári. Danski kynskiptingurinn Mianne Bagger lék á 81 höggi í dag og hafnaði í 47. sæti og fær því ekki fullan keppnisrétt á næsta ári.