Ólöf María Jónsdóttir úr GK hóf leik á lokastigi úrtökumótsins fyrir evrópsku mótaröðina á La Cala-golfsvæðinu á Costa del Sol á Spáni í morgun. Hún er með enskri og þýskri stúlku í ráshóp og hóf leik á 10. teig klukkan átta í morgun. Alls eru 96 keppendur í mótinu og fá 30 efstu fullan þátttökurétt mótaröðinni á næsta ári. Spilaðar eru 72 holur en fjöldi keppenda er skorinn niður í 50, eftir 54 holur.
Ólöf María hafnaði í 91. sæti á stigalista mótaraðarinnar á nýliðinu keppnistímbili og var einu sæti frá því að öðlast fullan keppnisrétt. Með þátttöku sinni í úrtökumótinu að þessu sinni ætlar hún sér fullan þátttökurétt. Hún tók einnig þátt í úrtökumótinu í fyrra og hafnaði þá í 30.-36. sæti og komst þannig inn á Evrópumótaröðina fyrst Íslendinga.
165 konur voru skráðar í úrtökumótið þetta árið og hafa þátttakendur aldrei verið fleiri. 118 kylfingar fóru í sérstaka undankeppni og þar á meðal var Ragnhildur Sigurðardóttir. Þar voru leiknir tveir hringir og komust 50 áfram í lokakeppni úrtökumótsins. Ragnhildur féll úr leik, var 10 höggum frá því að komast áfra. Þessar 50 konur úr undankeppninni mæta nú 46 kylfingum, sem ekki þurftu að fara í undankeppnina og var Ólöf María ein þeirra.