Argentínumennirnir Angel Cabrera og Ricardo Gonzalez léku mjög vel á heimsbikarmótinu í tvímenningi í Algarve í Portúgal í dag. Þeir luku leik á 61 höggi, eða 11 höggum undir pari – fengu 9 fugla og einn örn. Þeir eru sem stendur í efsta sæti á samtals 15 höggum undir pari, en flest liðin eiga eftir að ljúka leik í dag og því gæti staðan breyst.
Englendingar, sem eiga titil að verja og voru með forystu eftir fyrsta hringinn í gær, hafa ekki alveg náð að fylgja því eftir í dag – eru á pari eftir 8 holur og eru í öðru sæti sem stendur á samtals 13 höggum undir pari. Svíar voru einnig á samtals 13 höggum yfir pari eftir níu holur í dag.
Siem slasaðist í baði
Þjóðverjar urðu að breyta liði sínu á síðustu stundu fyrir keppnina. Marcel Siem datt í baði á hótelherbergi daginn fyrir keppnina og slasaðist á hendi og varð að draga sig út úr keppninni. Christian Reimbold tók því sæti hans í liðinu og lék með Alex Cejka. Þeir léku fyrsta hringinn í gær á 65 höggum og voru þá í 13. sæti.