
Tiger vonast eftir sigri nú eftir að hafa þurft að sætta sig við annað sætið í tveimur síðustu mótum sem hann hefur tekið þátt í; HSBC mótinu í Shangahi um síðustu helgi og Tour meistaramótinu, sem var lokamótið á PGA-mótaröðinni.
„Ég spilað mjög vel í þessu móti hér í Japan í fyrra, átti fjóra mjög góða hringi. Keppnin verður væntanlega harðari núna, enda margir góðir kylfingar með,“sagði Tiger Woods.
Ný-Sjálendingurinn Michael Campbell, sem sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu, leikur með Tiger fyrstu tvo hringina í Japan. „Það er alltaf gaman að leika með Tiger, sem slær betur en allir aðrir. En ég vann hann á Opna bandaríska og veit því að ég get gert það aftur á góðum degi“ sagði Campbell.