Heimsbikarmótið í tvímenningi hefst á Victoria-vellinum á Vilamoura golfsvæðinu í Portúgal á morgun. Englendingar eiga titil að verja frá í fyrra, en þá voru það Luke Donald og Paul Casey sem fögnuðu sigri á Spánverjunum Sergio Garcia og Miguel Angel Jiménez. Donald er aftur mættur í slaginn og með honum núna er David Howell, sem sigraði á HSBC-mótinu í Kína um liðna helgi. Spánverjar senda sama lið og í fyrra, en alls eru það 24 lið sem taka þátt.
Bandaríkjamenn hafa oftast sigrað í keppninni, eða 23 sinnum, frá því keppnin var fyrst haldin árið 1953. Í liði þeirra að þessu sinni eru Stewart Cink og Zach Johnson. Þetta er í fyrsta sinn sem keppnin fer fram í Portúgal og í annað sinn í Evrópu.
Englendingar mæta heimamönnum í Portúgal í fyrstu umferð á morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem Portúgal sendir lið í keppnina. Fyrir heimamenn leika Jose-Filipe Lima og Antonio Sobrinho.
Leikið verður á Victoria-vellinum, sem var opnaður í fyrra og er einn lengsti 18 holu völlur í Portúgal. Spilaðir verða fjórir hringir, tveir fjórleikir „foruballs“ og tveir fjórmenningar „foursomes“.
Þessi lið leika saman í fyrstu umferð:
1 Eduardo HERRERA/Diego VANEGAS - Kolumbía
. Bradley DREDGE/Stephen DODD - Wales
2 Christian REIMBOLD/Alex CEJKA - Þýskaland
. Marco RUIZ/Carlos FRANCO - Paraguay
3 Alex QUIROZ/Pablo DEL OLMO - Mexikó
. Raphaël JACQUELIN/Thomas LEVET - Frakkland
4 Scott DRUMMOND/Stephen GALLACHER - Skotland
. Henrik STENSON/Niclas FASTH - Svíþjóð
5 Arjun ATWAL/Jyoti RANDHAWA - Indland
. J CHOI/Ik-Je JANG - Kórea
6 Takuya TANIGUCHI/Yasuharu IMANO - Japan
. Mark HENSBY/Peter LONARD - Ástralía
7 Robert-Jan DERKSEN/Maarten LAFEBER - Holland
. Miguel Angel JIMÉNEZ/Sergio GARCIA - Spánn
8 Mardan MAMAT/Chih-Bing LAM - Singapore
. Tim CLARK/Trevor IMMELMAN – S-Afríka
9 Anders HANSEN/Søren HANSEN - Danmörk
. Zach JOHNSON/Stewart CINK – Bandaríkin
10 Manuel BERMUDEZ/Carlos LARRAIN - Venesúela
. Padraig HARRINGTON/Paul MCGINLEY - Írland
11 WANG Ter-Chang/CHANG Tse-Peng - Kína
. Ricardo GONZALEZ/Angel CABRERA - Argentína
12 Jose-Filipe LIMA/António SOBRINHO - Portúgal
. David HOWELL/Luke DONALD - England