Englendingurinn David Howell er með eins höggs forystu fyrir lokahrinhginn á HSBC meistaramótinu í Shanghai í Kína. Hann lék hringinn í dag á 68 höggum og er samtals á 16 höggum undir pari. Tiger Woods, sem lék á 67 höggum í dag, og Nick O’Hern frá Ástralíu eru í öðru sæti, einu höggi á eftir Howell.

Daninn Thomas Björn lék á 69 höggum og er samtals á 11 höggum undir pari og Vijay Singh, sem lék á 70 höggum, er á 10 höggum undir pari. Þá lék Skotinn Colin Montgomerie sinn besta hring í mótinu, á 68 höggum, og er í 25. sæti fyrir lokahringinn.+


Heimildir kylfingur.is