Þetta er pútterinn minn, mér finnst hann frábær, en ég hefði aldrei keypt hann því hann kostaði 13.990kr. þegar ég var að leita af pútter. Sem betur fer fékk ég hann í fermingargjöf í hitt í fyrra :)
Hér er mynd af innganginum inn í PGA Village, sem er draumaveröld allra kylfinga, allaveg væri ég alveg til í að eyða degi þarna. Í PGA Village getur maður æft öll högg sem manni dettur í hug á samt því að það eru þrír “golfvellir” á staðnum (Ekki 18 holur).
Hér er mynd af Callaway Forged wedges en þau eru hönnuð af sama manni og hannaði Cleveland wedgesin (Roger Cleveland). Það er hægt að fá þau með 52°,54°,56°,58° eða 60°. Það er tveir valmöguleikar á útliti, Chrome (eins og á myndinni) eða Vintage.
Nike var að setja nýja bolta á markað og heita þeir Nike Precision TA2 LNG & SPN. SPN (í blá kassanum) gefur meiri spuna, en LNG (í appelsínugulakassanum) gefur meiri lengd. Verðið á þessum boltum er $30 í Bandaríkjunum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..