Nú er svokallað heimsmeistaramót landsliða áhugamanna að hefjast í nótt í Malasíu. Hvernig líst mönnum á íslenska liðið? Staffan hefur sett það sem takmark að verða í topp 20!! Það er svo sem gott og blessað að hafa háleit markmið en þetta finnst mér vera full mikil bjartsýni. Ég mundi spá því að mjög gott væri að enda í 30-40 sæti og spái því að strákarnir endi rétt innan við 50.sætið sem ég mundi telja mjög raunhæft.
Hitinn er mjög mikill þarna niðurfrá 30-40 stig og rakinn mikill eftir því, þannig að það má búast við því að skorið verði í hærri kantinum. Þó ætla ég að spá því að Örn og Halli nái nokkrum hringjum nálægt parinu, því þeir eru vanari að spila í hita heldur en Helgi Þóris. Ég ætla þó ekki að vanmeta Helga, hann á örugglega eftir að koma með góða hringi.
En sem sagt það verður fróðlegt að fylgjast með mótinu 4 næstu nætur í beinni á netinu.
Moldvarpan á næturbrölti.