Ryder keppnin er á morgun(27.09.02) eins og flestir vita, og hlakkar flestum kylfingum til.

Nú á föstudaginn verður þetta í 34. sinn sem mótið verður haldið en keppt er á tveggja ára fresti.
Í fyrra var hætt við keppni vegna þess að bandarísku kylfingarnir voru flughræddir.

Evrópu liðið verður á “heimavelli” en mótið verður á Belfry vellinum á Englandi.
Bandaríkjin unnu 1999 og eiga titil að verja á Belfry.
Evrópa hefur unnið fimm sinnum á síðustu sextán árum.
Bandaríkin höfðu unnið hverja einustu keppni fyrstu 28 árin en Evrópa náði loksins að vinna árið 1985.

Setningarathöfn fór fram í dag(26.09.02) og voru bandarísku kylfingarnir allir klæddir í dökka jakka og með bindi og konur þeirra í dökkbláar dragtir en þeir evrópsku voru í ljósum jökkum og dökkum pólóbolum.

Keppnin byrjar í fyrramálið en hér tafla yfir hverjir spila á móti hverjum.

Keppt verður í fourball.
1. leikur Tiger Woods & Paul Azinger f.Bandaríkin
Darren Clarke & Thomas Bjorn f. Evrópu
2. leikur David Duval & Davis Love III f.Bandaríkin
Garcia & Lee Westwood f. Evrópu.
3. leikur Scott Hoch & Jim Furyk f. Bandaríkin
Colin Montgomerie & Bernhard Langer f.Evrópu
4. leikur Phil Mickelson & David Toms f. Bandaríkin
Padraig Harrington & Niclas Fasth f. Evrópu

Þetta verða allt spennandi keppnir og mig hlakkar til að horfa á þá.

<a href="http://www.mbl.is/sport/">heimildir</A
——