Meira af Evrópumóti einstaklinga
Lítið hefur gengið hjá íslensku strákunum í Portúgal á Evrópumóti einstaklinga sem fram fer þessa dagana. 3 keppnishringur fer fram í þessum töluðu orðum og er skorið misjafnt eftir strákunum. Skv. heimildum er völlurinn mjög þröngur grínin loðin og völlurinn mjög blautur eftir rigningar og boltinn “plöggast” þ.a.l. víða. Einnig eru aðeins sandar og auðnir í kringum brautir sem gera völlin mjög þröngan og erfiðan yfirferðar, enda eru ekki nema örfáir spilarar undir pari í mótinu. Skorið verður niður eftir hringinn í dag og komast 70 efstu og jafnir þeim áfram, eins og staðan er núna er Örn Ævar sá eini sem er inn í niðurskurðinum, en þó eru margir eftir að spila og klára í dag svo margt getur gerst enn