50 japanskir golfklúbbar urðu gjaldþrota árið 2001 sem er met.
Líkurnar á að gera 2x holu í höggi í röð eru 1/67.000.000
Að meðaltali hittir kylfingur aðeins 7 brautir í upphafshöggi á hring. Hittir 12 grín í “regulation” og missir helming 6 feta pútta.
Það er mun betra að hafa pinnan í þegar tekin eru stutt vipp. Favid Pelz og samstarfsmenn hans slógu þúsundir bolta og komust að því að þegar pinnin var í voru 34% meiri líkur á að hitta í holuna.
Fyrir seinni heimsstyrjöldina höfðu verið skrifaðar 750 golfbækur. Nú hafa verið skrifaðar meira en 10.000 bækur. Nú eru gefnir út 200 nýir titlar árlega.
Meðal forgjöfin hefur ekki lækkað í 20 ár.
Meðal skor á hring eru 107 högg
Það eru einhversstaðar í kringum 50 milljón golfarar í heiminum að því að talið er.
80 prósent golfara munu ekki ná forgjöf lægri en 18
Golf er vinsælla sjónvarpsefni(í USA) en hafnarbolti og hokký! Jafn vinsælt og körfubolti og einstaka sinnum nær golf upp fyrir bandarískan fótbolta.
Þegar Tiger Woods er að spila er áhorfið 40% hærra.
Á löglegum golfbolta eru fletirnir/holurnar 336.