Afhverju er búin að vera svona svakalega mikil óvirkni á þessu áhugamálið sl. ár og sumur ? Áhugamálið ætti að vera í blóma sínum núna á þessu tímabili ársins. Og þá sérstaklega útaf því hversu fá íslensk golfspjallborð eru til á netinu.
Það væri mikill kostur ef menn færu að starta umræðum hér á áhugamálinu t.d. í kringum risamót, en þegar þau eru þá er ekki hægt að sjá né finna neitt efni um þau hér á áhugamálinu.
Eigum við að reyna lífga þetta við í sumar og vera duglegur að skrifa nýja þræði ?