Á hverri holu stendur Par og einhver tala.
Par, einsog ég skil það er sá fjöldi högga sem þú þarft í raun og veru að til að ljúka holunni.
Segjum að hola er Par: 4 og þú ferð holuna á 3 höggum. Þá þýðir það að þú fékkst Fugl fyrir holuna.
Eitt högg undir Pari á holu = Fugl
Tvö högg undir Pari á holu = Örn
Svo er það líka til ef þú ferð holuna á einu höggi YFIR pari.
Semsagt holan er Par: 4 og þú ferð holuna á 5 höggum.
Þá fékkstu Skolla fyrir holuna.
Skolli = Eitt högg yfir Pari.
Tvöfaldur Skolli = Tvö högg yfir Pari.
Ég vona að þetta hafi hjálpað þér eitthvað en ef þetta er ekki alveg rétt hjá mér þá er þeim sem veit meira um þetta en ég guðvelkomið að leiðrétta mig.
Einnig mæli ég með www.golf.is