Toyota Mótaröðin...
Ég hef verið að spila á Toyota mótaröðinni í sumar og mér finnst þetta bara algert hneyksli og skömm af þessari mótaröð í sumar! það sést best hvernig þessi mótaröð er þegar menn eins og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson vinnur mótaröðina!! þetta er náttúrulega bara djók!! Þegar okkar bestu menn í golfi eru að fara til útlanda og spila fyrir íslands hönd þá á ekki að vera golfmót!! það er bara nokkuð skýrt og ljóst að ef þessir menn sem fóru þarna út til að spila í evrópumótinu hefðu spilað í Keflavíkinni þá hefðu þeir allir hver einn og einasti verið fyrir ofan Guðmund! Mér finnst þetta bara svindl og ósanngjarnt gagnvart þeim mönnum sem eru settir í þá stöðu að velja hvort þeir fari á evrópumót og glati möguleikum sínum á því að vinna mótaröðina eða sleppi þessari reynslu og þessum mikla heiðri og fari frekar í toyota mótaröðin til þess að vernda sína stöðu! mér finnst að stjórn GSÍ ætti að sína aðeins meiri fyrirhyggju og hugsa alla vega 3 jafnvel mánuði fram í tímann svona til tilbreytingar.. eins þyrftu all flestir klúbbar á landinu að fara gera það! mér finnst það bara sína hvað ísland er á miklu áhugamannastigi enn þá að þeir geti ekki skipulagt mótaröðina þannig að þessar 2 landsliðsferðir sem íslenska landsliðið fer út í á ári stangist ekki á við mótaröðina … jæja nú er ég orðin þreyttur og pirraður bless!