Byrjandi
Já þannig er mál með vexti að ég var í golfi í dag í fyrsta skipti (fyrir utan Mini-Golfið í bústöðunum). Ég fór með 2 vinum mínum, sem ég segi kannski ekki að þeir séu vanir golfarar en þeir hafa allavega farið eitthvað oftar en ég. Ég var í 2. sæti, sem er nokkuð gott miðað við að ég kann ekki einu sinni að halda rétt á kylfunni. Já hitti þá úti og þeir sögðust vera að fara í golf og ég ákvað bara að skella mér með þeim. Og eitt hérna, ég fatta ekki tilganginn með að kaupa sér kúlur. Eins og þarna í dag þá fann ég 4 kúlur. En já fyrir svona mikinn byrjanda eins og mig, þá finnst mér enginn tilgangur með því að kaupa mér kúlur. Eftir þetta eina skipti sem ég hef farið í golf, það hefur látið mig fá golf æði. Fékk bara lánaðar kylfur hjá vinum mínum en já mig bara langaði að keyra í bæinn og kaupa mér golf sett og vera bara í nokkra sólarhringa í golfi. Já þannig upplifaði ég mitt fyrsta skipti í golfi!