Eins og margir hafa tekið eftir sem lagt hafa leið sína upp í Grafarholt er landsmót í gangi sem sumir reyndar eru farnir að líkja við skrípaleik. Reglugerðin margbrotin og menn eru loks farnir að missa alla trú á þeim sem halda utan um stjórnartaumana hjá Golfsambandinu.
Mig langar því að henda einni spurningu fram, þeir sem sjá um þessi mál hjá GSÍ eiga þeir ekki að taka ábyrgð á gerðum sýnum?
Ef svo er, er þá ekki kominn tími til að skipta út eitthvað af þessum mannskap?
Þetta er ekki eina málið sem hefur komið upp, og verður væntanlega ekki það síðasta sem, hjá núverandi forsvarsmönnum.
Hvað finnst ykkur kylfingum að gera ætti?