svindlað í golfi
Mér leikur forvitni á að fá að vita hvað gera skuli þegar svindlað er í móti. Þannig er málum háttað að eftir annað högg á par 5 holu er bolti týndur, meðspilari og ritari spilara finnur bolta ca. 40 m framar og spyr hvaða bolta spilar hafi verið með. Hann kannast ekki við þennan bolta , og ritari segir honum bara að slá boltann sem og hann gerir og klárar holuna. Spurningin er því sú hver er refsingin,? Ég veit að spilari á að fá brottvísun en hvað með ritarann sem skráir rangt skor eftir að hafa sagt spilara að slá boltann. Til gamans, þá vann ritari mótið Vonast eftir svari sem fyrst og hver á að leiðrétta þetta. Atvik þetta var tilkynnt strax til mótanefndar.