Sæll Atli<br><br>Þegar kylfingar velja graphite fram yfir eitthvað annað, ber sérstaklega að athuga hver framleiðandinn er. Graphite er mikið notað í dag þar sem það fyrirgefur slæm högg frekar en stálið, og oftar en ekki er hægt að ná fram meiri lengd í því. Eitt og annað þarf að athuga eins og Hversu stíft skaftið er, byrjandi ætti ekki að vera með mikið meira en 90 - 100 mph en það veltur þó allt á styrkleika þínum. Hvað varðar snúning á kylfunni, þá er búið að yfirbyggja þau vandræði sem menn áttu við með sveigjunni þar sem graphite er hannað til að svigna á annan hátt heldur en stál. Hausinn beygjist frá og niður og þar af leiðandi slærðu BEINNA ef höggið hittir ekki “sweetspot” á kylfuhausnum. Hvað varðar járn þá myndi ég ekki mæla með Graphite þar sem nákvæmni í lengdum er ekki sú sama, en það kemur meira í ljós með lækkandi forgjöf.<br>Gangi þér svo vel í suma