Þú ert ekki alveg að skilja hvað ég meina þannig að ég ætla að reyna að útskýra þetta aðeins betur!
Ég og þú(hinn almenni golfari) erum með mínus í forgjöf. Allir byrja í mínus, það segir sig eiginlega bara sjálft þar sem forgjöf okkar er dregin frá brúttó skori(heildarskor) til að fá út nettó skor.
En til að komast í plús í forgjöf þarftu að spila reglulega undir pari og þá leggst forgjöfin ofan á heildarskor til að fá út nettó skor.
Það er mjög algengur misskilningur meðal kylfinga að tala um að menn sé ná forgjöf sinni niður fyrir núllið og séu þá með mínus eitthvað í forgjöf! Reyndar er það þannig að þessir einstaklingar fara upp fyrir núllið og komast þess vegna í plús eitthvað í forgjöf!
Vona að ég hafi útskýrt þetta nægilega vel fyrir þig ef ekki þá er um að gera að spyrja!