Jæja eins og margir kylfingar ættu nú að vita. Þá er Íslandsmótið haldið í Leirunni í ár. Gerðar hafa verið miklar breytingar á vellinum frá því að Gunnar Þór Jóhannsson tók við af gamla vallarstjóranum okkar. Og eru þessar breytingar allar til hins góða.
Margir/Allir af okkar fremstu kylfingum spila með í þessu móti, s.s Birgir Leifur Hafþórsson, Örn Ævar Hjartarson og síðast en ekki síst Björgvin Sigurbergsson.
Helstu breytingar:
~Allar brautir hafa verið gerðar þrengri
~Röffið á vellinum hefur ekki verið slegið lengi. Þannig að mjög erfitt reynist að slá upp úr því.
~5. Holan hefur verið lengd um sirka 40 metra.
~10. Holan hefur verið lengd um sirka 20 metra.
~13. Holan hefur verið lengd uppí 212 metra (Par 3 hola) og þar að auki með vatni fyrir framan.
~14. Holan hefur einnig verið lengd um nokkra metra.
Vangaveltur voru um hvort ætti að lækka parið á vellinum frá 72 höggum niður í 70 með því að gera 1. Holuna að par 4 og setja hvítu teigana þar sem bláu teigarnir eru venjulega. Einnig gera það sama við 14. holuna og setja hvítu teigana þar sem bláu eru venjulega. Ekkert varð að þessum vangaveltum þó að margir í klúbbnum höfðu verið samþykkir þessu fyrir Íslandsmótið.
Mitt álit er það að völlurinn hefur aldrei litið jafn vel út og hann gerði í gær þegar ég kíkti þangað. Öll boltaför á greenum var búið að laga og langflestar stóru skemmdirnar á greenunum (t.d 3&5.) Voru bara alveg horfin.
Kylfingar landsins eiga erfitt verk fyrir höndum á morgun ef þeir eru villtir í drævunum. Því núna í Leirunni er ekki hægt að vera bara hvar sem er í drævunum eins og fyrir mánuði.
Ég ætla mér að spá að það verði ekki jafnmargar mínustölur á töflunni upp í skála eins og var í fyrra.
Spá Mín-
1. Birgir Leifur Hafþórsson
2. Björgvin Sigurbergsson
3. Haraldur Hilmar Heimirsson
FJölmennum nú í Leiruna á morgun og styðjum okkar fólk.
Áfram Golf