Ég var að drepa aðeins tímann í vinnunni í dag og var að skoða vefina www.kylfingur.is og www.golfkennsla.is og tók þá eftir því að Úlfar Jónsson, fyrrum Íslandsmeistari í golfi, er skráður þar sem golfkennari en hann er ekki samt ekki menntaður golfkennari.

Fyrir þá sem að ekki vita þá það bannað í lögum GSÍ og IPGA(samtök atvinnumanna á Íslandi) að skrá sig sem golfkennara þegar viðkomandi hefur ekki menntun til að starfa sem slíkur!

Þetta er svo furðulegt að Úlfari skuli leyfast þetta þar sem Auðunn Einarsson golf leiðbeinandi var nýlega sektaður fyrir það að auglýsa sig sem golfkennara.

En helsti skandallinn í þessu öllu er sá að Úlfar situr í stjórn IPGA og er það ástæðan fyrir því að honum leyfist þetta enn öðrum ekki!
!