jogi - smarter than the average bear
Heimavöllur í sveitakeppnum
Það tóku kannski einhverjir eftir því að um helgina þegar sveitakeppnir fóru fram þá unnust þrjár efstu deildirnar allar á heimavelli. Mér finnst nú alveg fáránlegt að þegar aðeins ein sveit fer upp um deild að þá skuli einhver sveit fá að njóta heimavallar, þegar svona jafnar sveitir mætast eru allar líkur á að sveitin á heimavelli vinni. Mér finnst að annaðhvort ættu tvær sveitir að fara upp eða þá að halda keppnina á hlutlausum velli.