Hmm, mér finnst nefnilega Bandaríkjamenn vera með slakasta lið sitt síðan ég byrjaði að fylgjast með Rydernum ('93). Þeir eru með marga spilara sem eru ekki í góðu formu í augnablikinu, t.d.: Love III, Toms, Perry og Furyk. Þeir eru með fimm nýliða sem er óvenjulega mikið hjá þeim. Þeirra helsta stjarna hefur ekki góðan árangur í Rydernum og hefur átt sitt slakasta ár í langan tíma. Og loks eru þeir með frekar gamalt lið.
Evrópa eru reyndar líka með fimm nýliða, en það eru yngri leikmenn, fjórir þeirra eru á þrítugsaldri og eru framtíðarstjörnur. Sá fimmti er Thomas Levet sem hefur sannað sig á stórmótunum í ár. Síðan eru Evrópumenn sjóðheitir í augnablikinu, Harrington, Jimenez og Donald eru allir búnir að sigra á undanförnum þrem vikum. Þar að auki hefur Garcia átt gott ár og spilað vel að undanförnu og Monty hefur verið að koma sterkur inn undanfarið. Monty er auðvitað reyndastur allra í Rydernum í ár og er með langbesta árangurinn í fyrri keppnum. Ég spái því að hann eigi eftir að reynast drjúgur.
Ég er mjög bjartsýnn fyrir þennan Ryder og spái Evrópu sigri, 15-13. Þeir verða með 9,5-6,5 forskot eftir fyrstu tvo dagana sem verður of mikill munur fyrir Kanana þó að þeir klóri í bakkann á lokadeginum.
jogi - smarter than the average bear