Er forvitinn að vita hvað mönnum finnst um Hamarsvöll í Borgarnesi. Er búinn að kíkja þangað tvisvar í sumar og fannst hann bara nokkuð góður. Flatirnar kannski ekki eins flottar og á mínum heimavelli (Garðavöllur) en alveg í lagi. Finnst reynar að hann hafi of hátt vægi. Vægið er svipað og á Skaganum og Korpunni. Ég hef náð að spila betur í bæði skiptin í Borgarnesi heldur en í öllum ferðum mínum á Garðavöll í sumar sem mér þykir benda til þess að hann sé mun auðveldari, sérstaklega ef maður hugsar til þess að ég þekki Garðavöll út og inn. Kannski var það bara sveitaloftið sem olli því að ég spilaði vel :-) Hamarsvöllur verður síðan 18 holur á næsta eða þar næsta ári, líst vel á það. Skemmtilegasta holan á Hamarsvelli er 4. holan að mínu mati. Það er 300m par 4 með tjörn hægra megin. Ef maður slær 200-220 metra nær maður yfir tjörnina (ekki svo erfitt því maður slær af upphækkuðum teig) og ef maður er heppinn getur maður ná inná flöt (eða flötina við hliðina :-). Svo er það 8. holan sem er algjör hryllingur! Það er löng par 4 þar sem maður slær úr nokkurri hæð en sér ekki brautina af teignum. Í um 200m fjarlægð er skurður sem nær inn á hálfa braut frá vinstri og svo er innáhöggið langt og blint uppá við. Semsagt skemmtilegur völlur með blöndu af mjög auðveldum holum og mjög erfiðum holum. Ef maður nær að halda andlitinu á 5., 7. og 8. braut er von á góðu skori.
Látið mig vita hvað ykkur finnst :-)