Algengasta orsök slæss er svokölluð út-inn sveifla. Það er þú kemur niður á kúluna utanfrá og togar kylfuna til þín. Ef þú skilur eftir kylfufar getur þú séð að stefnan á því er ekki í átt að flagginu heldur aðeins til vinstri. Þegar þetta gerist kemur hliðarspuni á boltann þannig að hann byrjar að fljúga lítillega til vinstri en tekur svo sveig til hægri þegar hægist á boltanum og snúningurinn kikkar inn. Samskonar spuni kemur einnig á boltann ef kylfuhausinn er opinn á höggstefnu (þó að þú farir beint í gegnum boltann).
Flestir byrjendur byrja aftursveifluna á að draga kylfuna til sín strax í upphafi, og jafnvel rúlla kylfuhausnum opnum í leiðinni. Svo þegar þú sveiflar fram leiðréttir líkaminn stöðuna ósjalfrátt og þú sveiflar kylfunni út frá líkamanum í niðursveiflunni og svo aftur til þín í framsveiflunni. Í golfblöðunum er þetta kallað “Comming over-the-top” Besta leiðin til þess að varnast þessu er að gæta þess höggflötur kylfunar snúi í höggstefnu lengur en áður og taka kylfuna lágt og rólega frá boltanum. Með þessu móti kemstu í toppstöðu þar sem náttúrulegt er að sveifla niður með líkamanum sem stuðlar að inn-inn (beinni) sveiflu.
Vona að þú skiljir eitthvað í þessu. Ég sjálfur þykist ég skilja þetta allt en slæsið læðist nú samt óþarflega oft inn hjá manni. Svo er áræðanlegt að golfkennari getur hjálpað þér mikið og ekki sakar að lesa sig til.
Kveðja, Nicklaus