Þetta er allt spurning um hversu mikið þú ert tilbúinn að setja í þetta og hversu góður þú ert. Fyrir innan við 15.000 færðu fínan RAM driver sem hefur nokkuð góða umfjöllun. Fyrir 20-25 þús færðu m.a klassa drævera eins og Wilson Deep Red. fyrir um 30.000 kr. færðu m.a, Callaway Big Bertha dræver, Adams ofl. Fyrir 40+ færðu dýrustu afurðir þekktu merkjanna. Menn kaupa sér nú oftast driver í sama merki og járnasettið. Ég er t.d. með Callaway járn og var að kaupa mér Callaway GBB II 415 driver (49.900) í stíl. Ég er mjög sáttur við kylfuna (erfitt að hitta ekki kúluna með 415cc haus :-). En ég er viss um að það er ekki til driver í dýrari kantinum sem maður yrði ekki ánægður með. Það er frekar að þú þurfir að gera upp við þig hvað stóran haus dræverinn þinn má hafa og hversu stíft skaft þú þarf miðað við sveifluhraða (í 80% tilfella Regular). Mörgum finnst t.d. 460cc haus vera hryllingur og eins og mjólkurferna. Aðrir fíla þetta betur (t.d. ég) en þú skalt hafa í huga að tapar mögulega einhverri nákvæmni. Sem áður fara drævin þín 99% eftir því hvernig þú ert að sveifla, engin kylfa getur lagað það.
Kv. Nicklaus