Á hverjum velli í hverjum golfskála á að vera svokallað vallarvægi eða slope. Það er rautt,blátt,gult og hvítt plastspjald sem hengur yfirleitt á nokkrum stöðum í hverjum golfskála. Segjum það að þú sért með 30 í forgjöf, sért kall og spili á gulum teigum. Þá ferðu bara og kíkir á spjaldið og sérð hvað þú færð í vallarforgjöf sem er forgjöf sem þú færð á völlinn og er mismunandi eftir hvað vellir eru erfiðir.
Segjum að þú spilir á 102 höggum og fáir 32 í vallarfrogjöf sem er ekki óalgengt fyrir mann með 30 í forgjöf.
Þá segiru 102 mínus vallarforgjöfin sem er í þessu tilfelli 32.
102-32=70 , þú spilaðir á 70 höggum nettó eða 2 undir pari á forgjöfinni. Við það ættiru að lækka um 0,8-1 heilan.
Vonandi skildiru eitthvað af því sem ég skrifaði. Svona er samt ekki hægt að reikna endanlega forgjöf út því að það er punktakerfi sem er mun flóknara en þetta sem ég get ekki skýrt út.<br><br>Ekkert er leiðinlegra en leiðinleg undirskrift!
Ekkert er leiðinlegra en leiðinleg undirskrift!