Er einhver sem þekkir til Adams fleygjárna. Þau eru hönnuð af einum af meisturum stutta spilsins Tom Wattson. Þau eru á nokkuð góðu verði m.v. t.d. Titleist. Er Titleist tvisvar til þrisvar sinnum betri eða hvað?
ekkert slær Titleist Vokey fleygjárnunum við… þau eru lang best. ég nota chrome en langar í black nickle. þekki samt ekki adams en held að þú getur fengið betri wedga.
Nota reyndar Callaway fleygjárn sjálfur en spilafélagi minn á 60° Adams fleygjárn og er drullugóður með það. Ef þú ert ekki að “safna” einhverju áhveðnu merki myndi ég kíkja á þetta. Gætir fengið þér 56° og 60° járn plús kúlur fyrir afganginn miðað við að kaupa dýrara merkið. Cleveland gerir einnig góð fleygjárn sem eru þarna á milli í verði.
Það er eiginlega ómögulegt að svara svona spurningum, þetta er svo einstaklingsbundið hvað mönnum finnst gott og hvað ekki. En ég persónulega er mjög ánægður með Titleist glompuspaðann minn.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..