Ég bara verð að leggja orð í belg eftir að hafa lesið ýmsa pósta frá Grími og til Gríms.
Það eru hér á spjallinu einn og einn aðili, (Grímur sjálfur þar á meðal), sem eru að hæla Grími og setja hann á einhvern “Hróa Hattar” stall. Tala um að þetta sé sá eini sem gerir eitthvað fyrir kylfinga, þetta sé vinur fátæka mannsins og sé að bjóða betri díla en golfverslanirnar geri. Bull og kjaftæði segi ég.
Allir geta, strax á morgun, hafið innfluttning á golfvörum. Þeir geta ákveðið að gerast bílskúrsbraskarar, (ekki endilega neikvæð merking), og byrjað að selja kylfur og bolta. Þeir geta valið milli þess að vera með löglegann rekstur, semi-löglegann rekstur eða ólöglegann rekstur, (flestir einyrkjar velja “semi-löglegu leiðina”). Þeir geta haldið áfram að stunda sína vinnu, sleppa við að setja pening í auglýsingar, húsnæði, starfsfólk og þess vegna geta þeir stundum boðið lægra verð. Bílskúrsbraskararnir komast þó sjaldnast með tærnar þar sem golfverslanir hafa hælana hvað varðar þjónustu, vöruúrval, aðgengi og síðast en ekki síst ábyrgð og eftirþjónustu.
Bílskúrsbraskarar eru í þúsundatali um allan heim. Þeir koma og fara. Þetta eru ekki menn sem vinna að hugsjón, þetta eru menn sem vilja verða ríkir eins og allir hinir. Þeir þurfa heldur ekkert að skammast sín fyrir það en þeir eiga líka að koma til dyra eins og þeir eru klæddir, ekki að vera að upphefja sjálfan sig á kostnað annara eins og Grímur hefur gert með óbeinum skotum á golfverslanir. Í dag veit ég um þrjá bílskúrsbraskara á Íslandi, (gætu verið fleiri?), en Grímur er sá eini sem hefur misnotað golf.is og huga.is til að koma sér á framfæri. Ég nota orðið “misnota” því ef Grímur er með rekstur/fyrirtæki þá á hann ekkert erindi inn á golf.is eða huga.is. Hann á að kaupa sínar auglýsingar eins og golfverslanir þurfa að gera. Eitthvað yði nú sagt ef allar golfverslanir færu að senda inn póst eftir póst á golf.is og hugi.is.
Grímur segir: “Ég er að gefa kylfingum kost á að kaupa vörur á góðu verði með því að kaupa beint inn á hagstæðu verði”. Er hann að segja að golfverslanir séu ekki að kaupa beint inn á hagstæðu verði og þar af leiðandi ekki að bjóða gott verð?? Er Grímur að kaupa Ping kylfurnar beint frá Ping?? Er hann að kaupa Taylor Made beint frá Taylor Made?? Bull og kjaftæði segi ég.
Eitt að lokum. Hvernig sem Grímur ætlar nú að haga sínum “auglýsingum” í framtíðinni þá vil ég bara hvetja hann til að hætta að upphefja sig á kostnað annara. Alveg óþolandi þegar menn ljúga upp á náungann til að upphefja sjálfan sig. Dæmi: Ég hef stundum séð Grím auglýsa vörur sínar á golf.is og hugi.is og í auglýsingunni kemur fram að sama vara kosti miklu meira í golfverslunum. Alla vega tvisvar hef ég séð hann auglýsa kylfur og járnasett þar sem sagði að þessar kylfur kostuðu mun meira í ákveðinni golfverslun. Ég hafði heimsótt þessa ákveðnu verslun nokkrum dögum áður og verslað þetta járnasett á lægra verði en Grímur var að bjóða. Fannst þetta undarlegt og hafði samband aftur við þessa verslun og fékk þá staðfest að verðið hjá þeim var lægra. Gat ekki annað en vorkennt þeim sem höfðu hugsanlega verslað þetta sett hjá Grími ehf.