Það hafa verið gerðar breytingar á 17 holunni á Hvaleyrarvellinum núna í vetur eins og kylfingar Keilis hafa eflaust tekið eftir. Mín skoðun er sú að Óli og félagar hafa unnið gott verk.
Breytingarnar eru þær að allar sandgryfjurnar hafa verið teknar í gegn á brautinni. Einnig er búið að staðsetja fjórar nýjar sandgryfjur á vel völdum stöðum til að taka við golfkúlum þeirra sem eru högglangir og hafa reynt við flötina í gegnum árin. Allar sandgryfjurnar eru í breskum stíl, þ.e.a.s. djúpar með torfvegg.
<a href="http://www.toy.is/Keilir_GC/hola17.gif">Breytingarnar á sautjándu holu Hvaleyrarvallar</a