Þessi 14 ára dama og undrabarn í golfinu kom nú heldur betur á óvart í Sony Open í Hawai. Hún lék á <b>72-68</b> og missti niðurskurðinn aðeins með einu höggi! Hún fékk 7 fugla og 7 skolla. Þess má geta að hún var jöfn kylfingum eins og Darren Clarke, Jeff Maggert, Kenny Perry, Chad Campbell og ‘major’ sigurvegurunum frá því í fyrra Jim Furyk og Ben Curtis.

Ótrúlegur árangur að mínu mati. Hún er yngst til að taka þátt í PGA móti og árið 2002 þegar hún var 12 ára setti hún met með því að verða sú yngsta til að taka þátt í LPGA móti og einnig varð hún sú yngsta til að taka þátt í USGA áhugamannamóti árið 2000 þegar hún var 10 ára!

Hvað er að gerast?<br><br>——————-
<i>make par, not war</i
——————-