Sæl,

Ég hef undanfarið verið að leika mér að gera leik sem er nokkurs konar golf útfærsla af draumadeildinni svokölluðu, sem er fyrir enska boltann m.a.

Upphaflega hugmyndin var sú að þetta myndi verða fyrir Toyota-mótaröðina næsta sumar, en mér datt í hug að gaman væri að prófa þetta fyrir þá bandarísku til að byrja með, þar sem hún hefst einmitt í næstu viku.

Slóðin er þessi: <a href="http://213.213.155.109/GolfDeildin/default.aspx">http://213.213.155.109/GolfDeildin/default.aspx</a>. Eins og þið sjáið er ég bara að hýsa þetta heima hjá mér einsog stendur, og get ég því ekki lofað 100% uppitíma á síðunni, en hún verður allavega uppi fram að miðvikudeginum.

Mér þætti mjög gaman ef þið vilduð taka þátt í þessu, og endilega komið með allar athugasemdir og hugmyndir sem ykkur dettur í hug.

Þetta gengur þannig fyrir sig í stuttu máli að þið, eftir að hafa nýskráð ykkur, veljið fimm leikmenn í ykkar lið. Stig sem þið fáið er síðan samanlögð vinningsupphæð þeirra leikmanna sem þið völduð fyrir þetta mót.

PS: Vefurinn er langt í frá tilbúinn, en leikurinn er þó orðinn spilhæfur.