R&A hækkar verðlaunafé til áhugamanna.
Þann 30 okt ákvað R&A að hækka þá upphæð sem áhugamenn mega þiggja sem verðlaun í golfmótum. Hækkunin var þó nokkur eða úr 300 pundum í 500 pund. Einnig var styttur sá tími sem tekur atvinnumenn að verða að áhugmönnum aftur, úr þremur árum í tvö ár. Þessar breytingar eru gerðar til þess að halda fleiri leikmönnum lengur sem áhugamönnum til að auka gæði áhugamannagolfs í heiminum. Munu þessar breytingar taka gildi fyrir næsta ár. Þetta er ekkert nema góðar fréttir fyrir íslenska kylfinga þar sem nú má hækka verðlaunin í íslenskum mótum.