Lee Westwood hélt forskotinu sem hann hafði fyrir síðasta hring en sigraði aðeins með naumindum á -21 undir pari, höggi á undan Ernie Els sem setti mikla pressu á Westwood og lék á 64 höggum. Það var þó ekki besti hringur dagsins, Englendingurinn Brian Davis lék á 62 höggum og setti nýtt vallarmet á Old Course!
Þetta er annar sigur Lee Westwood á rúmum mánuði og hann er nú kominn í 4. sæti á peningalista European Tour. Ernie Els er sem fyrr í efsta sæti og jók forskot sitt á Írann Darren Clarke sem missti flugið í dag og spilað á 72 höggum.
Feðgarnir Sam og Daniel Torrance sigruðu liðakeppnina á -37 undir pari.<br><br>——————-
<i>make par, not war</i
——————-