hæhæ kæru hugarar !

í dag spilaði ég í sumarmóti bylgjunnar með félaga mínum á keili og okkur gekk vonum framar. við spiluðum á 64 (-7) og í nettó fengum við 61 (-10). þetta skor varð til þess að við unnum mótið og er þetta fyrsta mótið sem ég vinn í sumar. vinningarnir voru ekki af verra taginu enda fengum við báðir gjafabréf frá Iceland Express til London, flíspeysu frá 66°N og 20 þús. kr. gjafabréf í Byggt og Búið.

Skorið okkar:

fyrri 9: par - par - birdie - par - par - birdie - par - birdie - birdie

seinni 9: birdie - par - par - par - par - birdie - par - birdie - par

= 64 (32-32)

Keppnisfyrirkomulag er Texas Scramble fyrir þá sem ekki vita. Það kom mér verulega á óvart að við skyldum vinna mótið enda báðir ekki búnir að vera að spila vel uppá síðkastið.
<br><br>kv. Geithafur

<a href="http://www.titleist.com“>Titleist</a><font color=”#FF0000“>#1 ball in golf</font>

<i><font color=”#000080">Titleist</font> <b>ONLY</b> the best for the <u><b>BEST</u></b></i