Í dag var fyrsti dagur NEC Invitational mótsins. Þetta er stórskemmtilegt mót með flestum bestu kylfingum heims um þessar mundir því þetta er boðsmót þar sem 80 af efstu kylfingum heimslistans er boðið og þeim sem hafa unnið mót víðs vegar um heiminn á þessu ári.

85 eru skráðir til leiks og er engin niðurskurður eftir tvo hringi. Hart verður barist því miklir peningar eru í boði og auðvelt að hoppa upp um sæti á peningalistunum.

Núna eru flestir komnir inn og það er ljóst hverjir eru á toppnum eftir fyrsta hring:

Ben Curtis -6 64
Sergio Garcia -6 64
Darren Clarke -5 65
Tiger Woods -5 65
David Toms -4 66
Chris Riley -4 66
Scott Verplank -4 66
Davis Love III -4 66
Fred Couples -3 67
Ernie Els -3 67

Ég hvet alla sem hafa tækifæri til þess að fylgjast með þessu móti í sjónvarpinu að gera það. Þarna eru mörg skemmtileg nöfn að berjast eins og Tiger, Garcia, Els, Love III, Couples og Mickelson. Spilað er á Firestone vellinum (sem margir kannast við úr Links) sem er frekar auðveldur og því enn skemmtilegra sjónvarpsefni en undanfarin mót.

<a href="http://www.worldgolfchampionships.com/scoring/r476/index.html">Leaderboard NEC Invitational</a><br><br>——————-
<i>make par, not war</i
——————-