Þetta suckar alltaf bigtime, svona eins og þegar fólk segist vera með 36 í forgjöf að því að það hafi aldrei spilað til forgjafar. Well það virkar ekki þannig, ef þú hefur aldrei spilað til forgjafar þá ertu með 0 (núll) í forgjöf.
Ég hef tekið þátt í móti þar sem einn aðili fékk yfir 50 punkta, sagðist vera með 36 og fékk hámarksforgjöf. Komst síðar að því að gaurinn hafði unnið vinnustaðagolfmót 2 árum áður.
En ég ætla að gefa ykkur annað dæmi. Ég sjálfur var nýbúinn að lækka úr 17,9 niður í 15,1 í forgjöf og spilaði svo nokkrum vikum seinna á 45 punktum, þannig að hlutirnir geta s.s. gerst. En þetta lyktar samt illa.