Frá því að ég hóf að stunda golf fór ég að fylgjast með fréttum af golfi. Sem í þá daga voru frekar fátæklegar. En þetta breyttist allt sem betur fer þegar Sýn fór að sína okkur golf. Klassagolf. Þeir eiga þakkir skyldar Úlfar Jónsson og Páll Kétilsson fyrir það framlag. Einnig fyrir það að sína okkur Íslenskt golf og þá á ég þó sérstaklega við á Toyota mótaröðinni.

Einnig hefur aukist fréttir af golfi og golf er orðið meira sýnilegt í fjölmiðlum en áður. Það er gefið út blað sem heitir: golf á Íslandi sem er ljómandi gott blað. Nú hefur bæst við Íslensk þýðing á blaðinu: golf Digest og ég fagna því mjög og ég er mjög ánægður með það blað.

Þegar ég byrjaði hafði ég engann golfkennara. Maður reyndi þó að glápa á þessa karla sem voru að spila erlendis og herma eftir því sem þeir gerðu. Auk þess sem golffélagar manns reyndu að veita manni aðstoð. Núna fær yngri kynslóðin sem betur fer golfkennslu frá góðum kennurum. Enda sé ég að golfið hefur batnað síðan ég byrjaði.

Það sem fylgir því að stunda golf er að heimsækja aðra velli. Ég hef farið á nokkra og á mínar uppáhaldsholur hér og þar um landið. Einn völlur hefur þó skorið sig úr. Það er golfvöllurinn á Þingeyri. Völlurinn þar heitir: Meðaldalsvöllur. Þar er líka sú skemmtilegasta hola sem ég hef spilað á. Holan er númer sjö og er par 3 129 metrar á lengd. Ef mig minnir rétt að þá valdi Edwin þessa holu og Bergvíkina sem fallegustu golfholurnar þegar hann var spurður að því eftir útkomu bókar hans um fallegar golfholur á Íslandi. Einnig finnst mér golfvöllurinn á Húsavík skemmtilegur. Þó sérstaklega ein braut: Lautin nefnist hún. Hún er 436 metrar að mig minnir og er par fimm hola. Eftir annað höggið er maður kominn í laut og það eina sem maður sér er flötin bera við himininn. Einnig á ég fleiri uppáhalds golfholur hér og þar um landið. En læt það þó duga að nefna þessar tvær. Í bili að minnsta kosti.

Það er gaman til þess að vita hve margir kylfingar eru með héraðsdómara réttindi upp á sinn vasa. Ég vona að klúbbarnir sjái sér fært um að nýta sé þá sem eru með þessi réttindi. Reyndar trúi ég því að ef menn hafi þessi réttindi að þá séu golfreglurnar meira í hávegum hafðar. Eftir að ég fékk mín réttindi geri ég þá kröfu að ég spili eftir reglunum og fer eftir þeim. Síðan þegar ég kem heim athuga ég hvort ég hafi nú spilað eftir settum reglum. Ef ég hef séð að ég hef ekki farið rétt með reyni ég að læra af hlutunum.

Það er líka ánægjulegt með golfið og það er hvað margar golfverlsanir eru komnar. Þar getur maður fengið góða þjónustu oftast nær á kylfum og ýmsum búnaði. En þegar kemur að fötum fyrir svona þykkan gaur eins og ég er þá skíta þær víst í buxurnar. Samt auglýsa þeir að þeir eigi allt fyrir kylfingin.

Nú er golfsambandið orðið sýnilegt með golfvefnum sínum: www.golf.is og það er jákvæð þróun að mínu mati. Þó það séu nokkrir hnökrar á honum sem ég hef lesið um og heyrt af þá lýst mér nú samt vel á þennan vef og vona bara að það haldist áfram.

Úlfar Jónsson og Kristinn Bjarnason hafa komið með góðan vef. www.golfkennsla.is og ég er mjög ánægður með framtakið og sumt af því sem hefur hrjáð mig og mína sveiflu hef ég alltaf getað lagað með því að skoða þennan vef. Þetta er brunnur sem oft er gott að leita til ef eitthvað er að og maður hefur ekki golfkennara við höndina til að hjálpa manni að laga og bæta það sem að er. Gott framtak sem ég vona að haldi áfram.

Ég man það þegar ég byrjaði í mínu golfbrölti voru stjörnur á við Seve Ballesteros, Jack Nicklaus, Jose-Maria Olazabal, Tom Watson, Payne Stewart, Fred Couples, Nick Faldo, Ian Woosnam, Mark O´Mera, Greg Norman, Hal Sutton, Steve Elkington og fleiri sem ég man eftir. Í dag sér maður þá frekar lítið. Það væri nú gaman ef sjónvarpsstöðin Sýn myndi sína okkur mót með þessum körlum, hvort sem það væri gamalt eða nýtt. Gamalt væri betra. Ég hef aðeins séð Fred Couples, Jack Nickaus, Hal Sutton og Steve Elkington bregða fyrir nokkrum sinnum í móti.

Að lokum vona ég að golfið veiti ykkur ánægju eins og það hefur gert fyrir mig. Að þið sláið sem fæst högg og fáið minnst af vítum. Með von um að þið fáið fullt af fuglum og pörum. Já og kannski einhver holu í höggi.

Golfkveðja.