Hægur leikur?
Ég var að fylgjast með Opna bandaríska mótinu í gær. Það er svo sem ekki í frásögur færandi. Nema að ég tók eftir því að Jim Furyk tók sér alltaf góðan tíma í hvert einasta högg. Það sem mér kom þó mest á óvart að hann skuli ekki hafa fengið aðvörun um hægan leik. Mér skilst að það sé miðað við að menn slái boltann 45 sekúndum eftir að komið er að honum. Ég tók nokkrum sinnum tímann að gamni mínu á Jim Furyk og ég sá að hann fór nokkrum sinnum yfir þessar 45 sekúndur. Ég er alveg viss um að ef áhugamenn myndu gefa sér svona mikinn tíma eins og Jim Furyk þá myndi nú eitthvað verða gert í því. Að ég held. Svo langar mig að spyrja að því gilda þessar 45 sekúndur á okkur áhugamenn alveg eins og atvinnumenn?