Eins og Jogi bendir réttilega á þá eru nýjar reglur landsmóts búnar að breyta aðeins forgjafar hugtakinu þar sem núna eru aðeins viss margir lægstu spilararnir sem komast inn. Annars finnst mér allt of mikið um það að menn fari inn í mót einungis til að vera með. Margir af betri kylfingum landsins hafa kvartað yfir því að þurfa að spila með mönnum sem spila á allt að 100 höggum á hring. Ég tel að það mætti lækka hana töluvert í stigamótum og fara mætti alveg niður 3 ef ekki neðar, því ef hugsað er til þess að maður með til að mynda 10 í forgjöf sé að spila á mót einhverjum með +2 þá á að muna 12 höggum á hring. það þýðir 36 högg í stigamóti þar sem leiknar eru 54 holur. Þetta er náttúrulega bara bilun, en annars mætti reyna að gera meira fyrir unglinga og koma á samstarfi á milli meistaraflokksráðs og unglingaráðs til að fá bestu kylfingana til að spila með hinum yngri, við það öðlast þeir reynslu og meiri þekkingu á íþróttinni sem kemur í alla staði vel niður <BR