Næstu helgi fer fram Memorial mótið á US PGA. Leikið er á Muirfield Village vellinum í Ohio.

Aðalfréttin er sú að Tiger Woods mætir aftur og mun spila með í fyrsta sinn síðan á Masters! Aðeins Phil Mickelson og David Toms úr hópi efstu 10 á heimslistanum taka ekki þátt í mótinu.

Gaman verður að fylgjast með þeim bestu berjast á ný, sérstaklega Ernie Els og Tiger Woods.

En hvað er málið með Tiger Woods? Þetta er aðeins sjöunda mótið hans í ár af 22. Af hverju er hann að taka þátt í svona fáum mótum?
——————-