Sumir telja að í umhverfi Hamarsvallar búi góðir vættir. Að minnsta kosti líður flestum kylfingum vel á vellinum hvernig sem spilamennskan gengur. En getur það verið að huldufólkið eigi það til að hjálpa leikmönnum?
Fyrir nokkrum árum lék einn félaga í Golfklúbb Borgarnes ævintýralegan hring. Var engu líkara en að hann fengi hjálp frá góðum vættum vallarins. Þessi hringur er ógleymanlegur þeim sem fylgdust með. Þetta var sannarlega happardagur viðkomandi leikmanns.
Mörg högg hans voru góð, en þeim sem misheppnuðust bjargaði hann með snilldarskoti eða höggið lukkaðist á undraverðan hátt. Nokkur höggana virtust vera algerlega misheppnuð. Hann skatut t.d. inn í runna, en í stað þess að boltin lá í trjánum kom hann skoppandi inn á völlinn. Ef skot lenti upp við klettana skaust boltinn á ný inn á völlinn.
Félagarnir höfðu orð á því hvað hann var heppinn. Kylfingurinn sagði að álfarnir væri vinalegir við sig þennan dag. Þegar þessi heppni endurtók sig hvað eftir annaðsagði hann “Þetta hlýtur að fara að hætta” En þessi spilamennska tók engan endi. Sögurnar segja að í upphafi hringsins var forgjöf þessa manns verið 28 en að leik lokum var hún 14 og nettóskor var 56. Sannarlega glæsileg spilarmennska. Sjálfur segir hann: “Ég lék ekki vel, en það heppnaðist allt þennan dag.” Einhverjir vilja trúa því að álfar á Hamarsvelli hafi hjálpað til.