Já það hefur margt furðulegt gerst á Hamarsvelli í Borgarnesi í sögu klúbbsins. En klúbburinn er 30 ára á þessu ári. Ég ætla að segja ykkur frá einu skemmtilegu atviki.
Það var í móti árið 2000 sem maður einn sló út í röff eins og kemur fyrir alla stundum. Hann fann kúluna sem lá illa. Hann ákvað að reyna að slá hana inn á braut og tók vel á í högginu svo grasið í röffinu flaug í allar áttir. En eftir þetta högg fann hann ekki kúluna hvernig sem leitað var. Allt var traðkað niður og leikmaður þóttist sjá glitta í kúluna. Beygði hann sig áfram til að kanna það betur, en allt í einu dettur kúla á jörðina fyrir framan hann. Við höggið hafði hún skotist upp í hettuna á golfjakkanum. Fyrir þetta fékk hann að sjálfsögðu víti fyrir að hreyfa sinn eigin bolta. Þess má geta að ég var að spila með þessum manni í þessu móti.