Singh að drulla yfir Sörenstam
Sá í mogganum áðan að Singh er ekki beint sáttur við það að Sörenstam fái að keppa á karlamótum. Karlremban alveg að fara með hann held ég :) Mér finnnst það í fínu lagi að hún fái að spila í karlamótunum, en ég er samt mjög á móti því að hún skuli hafa fengið að fara svona auðveldlega inn í Colonial-mótið. Hún hefði átt að fara í gegnum úrtökumót eins og hver annar sem ekki hefur unnið sér rétt á að spila í mótinu, og þá hefðum við fengið að sjá hvort hún geti eitthvað á hvítum teigum. Hvað finnst ykkur?