Ég vil byrja á því að þakka umsjónarmönnum fyrir að halda svona vel utan um þennan vef. Án þeirra veit ég ekki hvar þessi vefur væri staddur. Þeir hafa gert góða hluti og það má ekki gleyma því að þakka fyrir það. Þúsund þakkir fyrir frá mér umsjónarmenn.
Á korknum hafa nokkur mál verið í umræðunni. Frá smæstu hlutum til hinna stóru og ekki má gleyma auglýsingunum.
Eitt sem ég las um var klæðaburður kylfinga. Jú auðvitað eigum við að klæðast snyrtilegum klæðnaði. En þá kemur eitt vandamál! Hvað með þá sem eru í þyngri kanntinum? Það er erfitt fyrir þá að fá á sig föt. Af því að þeir komast ekki inn í formúlurnar sem framleiðendur hafa. Golfbúðir hafa verið duglegar að auglýsa fatnað fyrir kylfinginn, kylfur og búnað. Ég er í þyngri kanntinum og passa ekki í þessa formúlur sem framleiðendur hafa. Því þarf ég að ganga golfbúða á milli en fæ ekki þann klæðnað sem mig vantar. Samt er verslun eins og Nevadabob að auglýsa að þeir eigi allt fyrir kylfinginn sem því miður er eins og ein lygasaga í mínum eyrum. Þeir eiga ekki föt á hinn þykkari kylfing eins og mig. Því er það eins og lygasaga í mínum eyrum þegar þeir segjast eiga allt fyrir kylfinginn. Einnig hefur Golfbúðin í Hafnarfirði verið með svona auglýsingar og allt upp í það að þeir hafa verið að fá fjóra gáma af kylfum, fötum og ýmsu öðru. En ekki fæ ég nein föt á mig sem telst vera snyrtilegur klæðnaður í golfinu. Þannig að ég verð að halda áfram að spila í mínum íþróttabuxum. Hvort sem það telst viðeigandi klæðnaður eða ekki.
Kylfingar hafa undirbúið sig misvel yfir veturinn. Þegar ég les um kylfinga hvernig þeir haga undirbúningi sínum minnast þeir á ýmislegt. En það er þó eitt sem þeir taka ekki fram. Hvort sem það er í þeirra undirbúiningi eða ekki, það veit ég ekki og það eru golfreglurnar. Þegar ég les viðtöl við afrekskylfinga hafa golfrelgurnar aldrei borið þar á góma. Heldur sveiflan, tæknin og andlega hliðin svo ég nefni nokkuð. Þess vegna legg ég fram eina spurningu: Eru golfrelgurnar ekki hluti af undirbúningi fyrir komandi sumar?
takk fyrir