Get ekki verið sammála þessu. Það er yfirleitt miklu ódýrara að versla á E-bay en annarstaðar ef að þú hefur nógan tíma og þolinmæði. Stundum er hægt að kaupa beint og þá yfirleitt á lægra verði en annarstaðar er boðið. Margar verslanir eru komnar með sérstaka E-bay deild til að sinna þessu á netinu. Þegar keypt er á E-bay þarf að passa af hverjum er verið að kaupa. Nauðsynlegt er að kynna sér söluaðilann og fara yfir comment frá kaupendum. Sumir söluaðilar eru með merki um að þeir séu Power sellers þá eru þeir komnir með ákv. fjölda sölu. Ég myndi eingöngu versla við þessa power sellers. Ég er búinn að prófa að bjóða í helling af dóti og hef fengið nokkur Item. Til dæmis Nike golfskó TW línuna á 45 dollara og Titleist Wokey Wedge black nikcel á 90 dollara. Síðan þarf að greiða af þessu VSK og flutningsgjöld. Flutningsgjöld eru um 40 dollarar á kylfu ef að keypt er ein kylfa. Veit um nokkra sem hafa verslað nokkuð mikið þarna og bera því góða söguna.
kv örn